UPPFÆRT: Síðasti frestur til miðakaupa er morgundagurinn, 29. nóvember. Miðaverð er 6.900 krónur en húsið opnar 18:15. Kæru menntskælingar, takið þann 29. nóvember næstkomandi frá því hin árlega árshátíð Menntaskólans á Akureyri verður haldin í Íþróttahöllinni með prompi og prakti, samdægurs! Árshátíð menntaskólans hefur fyrir löngu fest sig í sessi sem árlegur viðburður innan skólans, en hátíðin virðist sífellt toppa sig ár eftir ár. Huginsstjórnin hefur búið svo í taumana að hljómsveitirnar Kaleo og Sálin hans Jóns míns spili á ballinu sem haldið verður eftir hátíðarkvöldverðinn. Ákveðið hefur verið að sannkallað stórborgarþema verði aðalþemað nú í ár. Gömlu dansarnir verða eins og alltaf á sínum stað - á efri hæð Íþróttahallarinnar.Verður það því að viðurkennast að árshátíðin, eins og alltaf, líti einstaklega vel út í ár. En auðvitað vilja allir mæta í sínu besta og fínasta, þess vegna hafa viss fyrirtæki bæjarins ákveðið að veita okkur afslætti, ef við veljum að skipta við þau. Afslættirnir eru eftirfarandi:
Zone: 10% afsláttur af klippingu í árshátíðarvikunni
Hárkompan: 10% staðlaður afsláttur af klippingu
Aqua Spa: Förðun á 4000 og öll gloss á 20% afslætti
Stjörnusól: 5 tíma kort á 4800. Tekur gildi 19. nóv og svo mánuð frá kaupum gegn framvísun skólaskírteinis.
Passion: 10% af klippingu og 15% af litun og strípum
Abaco: Mánaðar ljósakort (10 skipti) á 5990 (35% afsláttur) - ATH ekki er hægt að framlengja nér breyta korti. Gildir frá kaupdegi og 30 daga eftir það. Litun og plokkun á 3500
Auðvitað viljum við svo minna á að hátíðin er með öllu vímuefnalaus - Ölvun ógildir miðann. Síðan verður uppfært síðar, þar með upplýsingum um miðaverð og tíma.
Comments