
Nú er komið að hinni stórglæsilegu Söngkeppni Menntaskólans á Akureyri. Hún verður haldin þriðjudaginn 24. febrúar í Menningarhúsinu Hofi. Alls eru 17 atriði skráð, hvert öðru betra. Miðasala verður í löngu og báðum hádegum föstudag, mánudag og þriðjudag. Svo verður selt við innganginn í Hofi, fyrstur kemur, fyrstur fær. Það mætti halda að það kosti ekki neitt á þetta, aðeins 1.500 krónur. Húsið opnar klukkan 19:30 og hefst keppni 20:00. Munum eftir hashtagginu #huginnma.
Comments