Nú hefur ný stjórn Hugins verið tilkynnt og meðlimir hennar eru eftirfarandi:
Formaður skólafélagsins , Inspectrix Scholae, er Alda Karen Ólafsdóttir Hjaltalín með 65,89% atkvæða.
Varaformaður skólafélagsins, Exuberans Inspector, er Egill Þór Ívarsson með 85,24% atkvæða.
Gjaldkeri skólafélagsins, Quaestor scholaris, er Ásmundur Hálfdán Ásmundsson með 71,09% atkvæða úr seinni umferð.
Ritari skólafélagsins, Scriba scholaris, er Telma Eiðsdóttir með 51,75% atkvæða.
Skemmtanastjóri, Erus gaudium, er Sigmar Bjarni Sigurðarson með 51,1% atkvæða úr seinni umferð.
Meðstjórnandi, Collega scholae, er Ísey Dísa Hávarsdóttir, sjálfkjörin.
Forseti fjáröflunarnefndar, Presidium pactum, er Telma Karen Finnsdóttir með 64,88% atkvæða.
Forseti hagsmunaráðs, Presidium discipulus, er María Bjarnadóttir með 57,57% atkvæða úr seinni umferð.
Frekari tölfræði úr kosningunum er hægt að nálgast hjá fastanefnd. Ritstjórn Munins óskar nýkjörinni stjórn til hamingju með kosninguna og velfarnaðar í starfi sínu á komandi ári. Einnig viljum við nota tækifærið og minna á að vorblað Munins kemur út á föstudagsmorgun á slaginu 9:45.
Comments