top of page
Search

RITSTÝRA MUNINS

Skólafélagið Huginn

Hrefna Rún Magnúsdóttir var í gær sjálfkjörin ritstýra skólablaðsins Munins. Hún tekur við af Auðbergi Gíslasyni sem sagði af sér fyrir jól af persónulegum ástæðum. Hrefna er enginn nýliði í Muninn en hún var í ritstjórn skólaárið 2009-2010 og sinnti þá starfi auglýsingastjóra. Haustið 2010 tók hún við ritstjórastólnum og ritstýrði því haustblaði ásamt góðu fólki. Eftir útgáfuna lét hún stjórnina af hendi og brá sér til Austurríkis í hálft ár. Hrefna segist vera spennt fyrir næstkomandi önn og segir nemendur mega hlakka til skemmtilegs vorblaðs. Einnig vill hún benda á að lausar eru stöður í ritstjórn en þær verða auglýstar betur á nýrri önn. Gangi ykkur vel í prófunum!



 
 
 

Comments


HUGINNSIDA.png
  • Facebook
  • Instagram

Skólafélag Menntaskólans á Akureyri
Eyrarlandsvegi 28
600 Akureyri

bottom of page