Frá síðustu mánaðamótum hefur tölvupóstur á MA-netföng borist á nýjan stað, eða inn í nýtt pósthús MA í Office 365 hjá Microsoft. Upplýsingar um þetta voru sendar nemendum fyrir mánaðamótin ogliggja þær inni í gamla pósthólfinu, ápostur.ma.is. Nemendur, sem voru í MA í fyrra, geta skráð sig inn með sama lykilorðinu og þá gilti til þess að finna bréf frá Guðjóni með viðhenginu "Leiðbeiningar til nemenda - Nýr póstur". Í þessu bréfi kemur fyrir setningin "Notandanafnið þitt er xxyyy@ma.is og lykilorð ********." Lykilorðið er samsett úr orði, punkti og númeri. T.d. gæti það litið út svonaMenntun.1007og athugið að enginn punktur er í lokin. Í leiðbeiningunum vantar þær upplýsingar að Chrome vafrinn frá Google vill ekki leyfa innskráningu eins og hún fer fram ávef okkar hjá Office 365.
Athugið að Chrome-vafrinn virkar ekki við innskráningu og að lykilorð hafa ekki punkt aftast
Tölvudeild vonast til þess að leysa megi þetta Chrome-mál því mjög margir notendur hafa vanist á að nota þann vafra frekar en aðra. En fram að því borgar sig að nota Firefox, Internet Explorer eða Safari.
Bình luận