Hin árlega menningarferð nemenda MA til Reykjavíkur verður farin helgina 18. - 20. október. Menningarferðir síðastliðinna ára hafa heppnast með eindæmum vel, en í hvert sinn sem menntskælingar hafa gist þar syðra hefur þeim verið hrósað fyrir góða umgengni og hegðun. Ferðin er alls ekki frí, en Huginsstjórnin hefur skiplagt flotta dagskrá fyrir dagana sem við verðum fyrir sunnan. Verðin eru eftirfarandi:
Rúta - 5500kr
Rúv - Frítt
Paintball - 3000kr
Bláa Lónið - 3000kr
Leikhús - 3000kr
Bíó Í Egilshöll- 1500kr (DISCONNECT EÐA THE FITH STATE) - Taka skal fram á hvaða mynd stefnt er við borgun
Seinasti sjéns til að borga fyrir þessa ferð verður miðvikudaginn 16. október, en hægt verður að borga í löngu frímínótum sem og báðum hádegishléum. Gist verður í VERZLÓ og það þarf því að taka með sér sitt af hverju tagi. Dýna, sæng eða svefnpoki o.s.fv. Allir bera ábyrgð á því að koma með það sem þeim vantar fyrir tveggja nætur dvöl í borginni. Einnig er vert að brýna fyrir öllum að merkja og halda vel utan um dótið sitt. Það verður margt um manninn á MARMARANUM en mjög auðvelt er því að týna hlutum. Öll nánari dagskrá og upplýsingar verða kynntar síðar. Fyrstu rútur leggja svo af stað klukkan 12:00 á föstudaginn og þær seinstu klukkan 13:00. Tekið verður við mætingu en þeir sem eiga að vera í tímum fá útskýrða fjarvist. Að lokum skal minna á að aðeins einn hraðbanki er til í skólanum svo að fínt væri ef flestir myndu rúlla inn í Hóla og taka út peninginn í frímínótum. Ef frekari spurningar vakna, hafið þá samband við forsvarsmenn nemendafélagsins.
Commentaires