Næstkomandi föstudag 3.maí mun Leikfélag Menntaskólans á Akureyri frumsýna söngleikinn Þrek og Tár eftir Ólaf Hauk Símonarsson. Verkið er í leikstjórn Árna Grétars Jóhannssonar og aðstoðarleikstjóri er Bryndís Rún Hafliðadóttir. Um tónlistarstjórn sjá Pétur Karl Ómarsson og Steinarr Ólafsson. Danshöfundar eru Ásdís Rós Alexandersdóttir og Gyða Björk Ólafsdóttir. Þrek og Tár var fyrst sett á svið árið 1995 í Þjóðleikhúsinu og varð ein ástsælasta sýning allra tíma. Verkið er bæði fjölskyldusaga og þroskasaga ungs manns á sjöunda áratug síðustu aldar. Það gerist í Reykjavík og byggir tónlistin á vinsælum lögum frá þessum tíma. Leikarar: Arna Ýr Karelsdóttir, Arnaldur Starri Stefánsson, Ásgeir Frímannsson, Ásgerður Ólöf Ásgeirsdóttir, Bragi Benediktsson, Dagur Þorgrímsson, Egill Þór Ívarsson, Fjölnir Brynjarsson, Ísey Dísa Hávarsdóttir, Jórunn Rögnvaldsdóttir, Karen Björg Þorsteinsdóttir, Katrín Þöll Ingólfsdóttir, Magnús Ingi Birkisson, Melkorka María Guðmundsdóttir, Úlfur Bragi Einarsson http://midi.is/leikhus/1/7599/
Comments