top of page
Search

LITLA GULA HÆNAN Í FLUTNINGI LMA VEKUR LUKKU Á HÓLMASÓL

Skólafélagið Huginn

Leikfélag MA heimsótti fyrir stuttu leikskólann Hólmasól með sýningu um Litlu gulu hænuna og uppskáru góðar viðtökur. Lesa má um heimsóknina og skoða myndir frá henni á heimsíðu leikskólans- http://www.hjalli.is/holmasol/en þar stendur:

Í siðustu viku fengum við skemmtilegan leikhóp úr Menntaskólanum í heimsókn. Þau buðu upp á skemmtilega sýningu um Litlu gulu hænuna. Börn og kennarar skemmtu sér alvega konunglega og í lokin voru leikararnir með smá spurningar til barnanna sem þau svöruð mjög skilmerkilega. Alltaf gaman að fá gesti í heimsókn.

Einnig má þess geta að LMA tilkynnti í síðustu viku hvert viðfangsefni aðalsýningar þeirra verður á vorönn en það er hið stórkostlega leikrit Ólafs Hauks Símonarsonar, Þrek og tár. Við hvetjum alla til að fylgjast með starfinu þeirra og drífa sig í leikhús!      

 
 
 

Comments


HUGINNSIDA.png
  • Facebook
  • Instagram

Skólafélag Menntaskólans á Akureyri
Eyrarlandsvegi 28
600 Akureyri

bottom of page