Í starfinu felst umsjón með vef skólafélagsins/skólablaðsins, muninn.is. Einnig hefur vefstjóri rétt til setu í ritstjórn Munins þó að engin kvöð hvíli á honum að taka þátt í vinnslu blaðsins. Lágmarkskrafa er gerð um grunn tölvukunnáttu og einhverja þekkingu á bloggkerfum, sérstaklega WordPress. Vefstjóri hefur aðgang að Munins-kompunni og MyMA-kompunni sem hann getur nýtt sér við störf sín. Auk þess fylgir stöðunni útidyralykill að kompusvæðinu svo nátthrafnar geti unnið á þeim tíma sem þeim hentar. Umsóknir berist ekki síðar en á miðnætti, aðfaranótt föstudagsins 24 maí, til 29thj@ma.is. Öllum umsóknum verður svarað eftir að valið hefur verið í stöðuna.
top of page
bottom of page
Comments