Nú líður að annarlokum og að kosningum í embætti hérna í MA. Framboðsfrestur stendur fram að miðnætti á föstudaginn 10. maí, eftir það er ekki tekið við framboðum! Senda þarf kynningu og mynd fyrir muninn.is á netfangið 29abi@ma.is og muna að skila undirskiptum í hólf Hugins fyrir kl 17:00 á föstudaginn. Hverju framboði skal fylgja listi með minnst 10 og mest 25 meðmælendum sem þið skilið í hólf skólafélags Hugins. Framboði er skilað með kynningartexta um frambjóðanda og mynd fyrir vinnslu kosningavefs sem haldið er úti á vefsetri muninn.is. Það skal sendast á netfangið 29abi@ma.is
Athugið að áróður og auglýsingar eru með öllu óheimilaðar fyrir miðnætti sunnudaginn 12. maí, þar á meðal á samskiptasíðum, til dæmis Facebook, Twitter og meira að segja Myspace. Þau framboð sem ekki virða þessa reglu mæta viðurlögum og jafnvel ógildingu.
Embættin sem kosið verður í eru eftirfarandi:
Inspector scholae/ Formaður
Exuberans Inspector/ Varaformaður
Quaestor scolaris/ Gjaldkeri
Scriba scholaris/ Ritari
Erus gaudium/ Skemmtanastjóri
Collega/ Meðstjórnandi
Presidium Pactum/ Forseti fjáröflunarnefndar
Presidium discipulus/ Forseti hagsmunaráðs
Ritstjóri Munins
Fulltrúar tilvonandi annars, þriðja og fjórða bekkjar í Hagsmunaráð
Fulltrúar tilvonandi annars, þriðja og fjórða bekkjar í Fjáröflunarnefnd
Fulltrúar tilvonandi annars, þriðja og fjórða bekkjar í Skemmtinefnd
Formaður Málfundafélagsins
Formaður Leikfélagsins
Formaður Íþróttafélagsins
Formaður Tónlistarfélagsins
Tveir fulltrúar nemenda í skólaráð
Einn fulltrúi nemenda í skólanefnd
Tveir fulltrúar nemenda í Jafnréttisráð, einn afhvoru kyni.
SÍFari, fulltrúi MA í Sambandi íslenskra framhaldsskólanema.
SÍFari II, annar fulltrúi MA í Sambandi Íslenskra framhaldsskólanema.
Comments