top of page
Search

KEPPNI Í TUNGUMÁLUM

Skólafélagið Huginn

Þýskuþrautinni lauk í liðinni viku. Enn er hægt að keppa í tungumálum. Hér eru upplýsingar um FRÖNSKUKEPPNI: Á frönsku kaffihúsi


Vika franskrar tungu og keppni frönskunema:


Keppni meðal íslenskra menntaskólanema í tilefni af viku franskrar tungu. Sigurvegarinn hlýtur að launum námskeið í Frakklandi sem fer fram í ágústmánuði.

  • Allir nemendur í frönsku í framhaldsskólum (sem eru fæddir fyrir 1. ágúst 1996) geta tekið þátt, nema þeir sem hafa dvalið lengi í frönskumælandi landi og þeir sem nota frönsku í daglegum samskiptum við fjölskyldu sína

  • Hver keppandi útbýr myndband út frá þemanu "Tónlist frá hinum frönskumælandi heimi og ég". Nemandinn útskýrir samband sitt við tónlist frá hinum frönskumælandi heimi, segir frá því sem honum/henni finnst um hana, hvers vegna o.s.frv. Nemandinn má sýna og/eða spila stutt brot af tónlist en aðaláherslan er samt sem áður lögð á munnlega tjáningu sem verður metin af dómnefnd. Innihald kynningarinnar er líka mjög mikilvægt.

Skilfrestur er til 18. mars. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt skulu hafa samband við frönskukennara til að fá nánari upplýsingar.

 
 
 

Comments


HUGINNSIDA.png
  • Facebook
  • Instagram

Skólafélag Menntaskólans á Akureyri
Eyrarlandsvegi 28
600 Akureyri

bottom of page