Sjónvarpsmaðurinn og skemmtikrafturinn Nilli mætti hress í löngu frímínútur í dag. Tilgangurinn ferðarinnar var að taka upp hlut MA í óhefðbundnu spurningakeppninni Hvert í ósköpunum er svarið? Í liði MA eru Ólafur Ingi Sigurðsson, Marín Eiríksdóttir og Guðmundur Karl Guðmundsson og stóðu þau sig mjög vel. Mótherjar MA er Fjölbrautarskólinn í Breiðholti og fer Nilli þangað á næstunni til að taka upp þeirra hlut í keppninni. Eftir að stigin hafa verið talin mun svo koma í ljós hvor skólinn heldur áfram í 8 liða úrslit. Keppnin verður sýnd á Bravó.

Comments