top of page
Search

GÓÐUR ER DROPINN- KAFFISOPINN!

Skólafélagið Huginn

Í dag var Muninn þess heiðurs aðnjótandi að fá til sín Guðmund Alfreðsson (Mumma) í viðtal vegna gleðidags KaffMa sem fór fram með tilheyrandi gleði og kaffi klukkan átta í morgun. Aðspurður segir Mummi að þetta ár hafi verið mjög gott og félagið hafi verið fært upp á hærra plan. Haldnir hafa verið fimm KaffMA-gleðidagar í vetur, tveir af þeim í samstarfi við stjórnina. Ber að nefna að starfsemi félagsins hefur aukist um rúm 500 % frá síðasta ári þegar það var endurstofnað. Auk þess að hafa hellt upp á morgunkaffi fyrir nemendur hefur félagið staðið fyrir uppáhellingum víðsvegar, en þar má nefna Spunamaraþon LMA, undirbúningsnótt ársthátíðarinnar og árshátíð Seðlabankans á Hótel Loftleiðum. Um sögu KaffMA er það að segja að árið 2002 stofnaði Helgi Arnar Alfreðsson, bróðir Mumma, félagið KaffMA, ásamt nokkrum félögum sínum. Upphaflegur tilgangur félagsins var að sjá um reglulegar kaffuppáhellingar í frímínútum ásamt tíðum ferðum á hin ýmsu kaffihús bæjarins.  Félagið lá svo í dvala um nokkurra ára skeið, eða frá árinu 2005 og þangað til það var endurstofnað árið 2011. KaffMA notast við kaffi frá Nýju Kaffibrennslunni en þaðan má rekja hið ljúfa bragð sem félagið er þekkt fyrir. Þegar við spurðum Mumma hvort hann byggi yfir einhverju tengslum til að starfrækja félagið kom fyrst á hann dulurafullur svipur, en hann sagði að lokum bæði mötuneyti heimavistarinnar og kaffistofu kennarana hafa lagt sér lið við kaffið og kaffigerðina. Þrátt fyrir hina ótalmörgu KaffMA gleðidaga sem haldnir hafa verið og þá tugi, gott ef ekki hundruði bolla sem hellt hefur verið upp á er Mummi ennþá með spil uppi í erminni. Hann segist stefna á að varpa hulunni af því á árshátíð KaffMA sem haldin verður seinna á þessari önn.   Mummi á rætur sínar að rekja vestur í Skagafjörðinn, enda höfðingi mikill, og þar starfar hann hjá elsta fyrirtæki landsins: Kaupfélagi Skagfirðinga. Kaupfélagið hélt fyrr á þessu ári hátíðlega árshátíð sína þar sem Mummi sveigði allar reglur og færði starfsemi KaffMA út fyrir lóð Menntaskólans. Þar hellti hann upp á kaffi fyrir tæplega 150 starfsmenn Kaupfélagsins. Mummi er mikill smekksmaður á kaffi og þegar hann var spurður hver hans uppáhalds kaffidrykkur væri svaraði hann með bros á vör: ?Ég vil náttúrulega hafa mikið kaffibragð af kaffidrykknum mínum. Þannig að tvöfaldur cappuccino er vel séður.? Mummi hefur hins vegar ekki alla tíð kunnað að meta þá dýrð og dásemd sem kaffidrykkja er, en meðlimir Ixoroideae kaffiplöntuættarinnar og Mummi eiga sér langa og fallega sögu ef svo má að orði komast. Sagan hefst sumarið 2005 þegar Mummi og bróðir hans voru einir heima, fjarri áreitis foreldra sinna. Bróðir Mumma átti það til að fá sér kaffidreitil og þótti það út í hött að einkabróðir sinn drykki ekki kaffi, svo hann lét ekki á sér sitja og á tveimur dögum síðar var Mummi orðinn að þeim kaffisvelg sem og hann er í dag. Eftir fyrsta sopann er ekki aftur snúið!   Vér þökkum yður kærlega fyrir lesturinn og einnig þökkum við Mumma og stjórn KaffMA fyrir viðtalið!

-Steinarr Ó & Áki Sebastian

 
 
 

Comments


HUGINNSIDA.png
  • Facebook
  • Instagram

Skólafélag Menntaskólans á Akureyri
Eyrarlandsvegi 28
600 Akureyri

bottom of page